Andri Rúnar Bjarnason er að ganga í raðir Valsmanna en hann kemur frítt til félagsins frá ÍBV þar sem samningi hans var rift.
Rætt var um málið í Dr. Football í gær en þar kom fram að Andri Rúnar kosti Valsmenn ekki mikið. Í þættinum kom fram að Andri Rúnar fær greitt fyrir þá leiki sem hann spilar.
Framherjinn var sagður á meðal launahæstu leikmanna Bestu deildarinnar hjá ÍBV en var talsvert meiddur.
Hann hefur undanfarið skoðað kosti sína og var klár í að taka slaginn með Val þrátt fyrir að föst laun séu lítil sem enginn samkvæmt Dr. Football.
Andri kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og átti ágætis spretti með ÍBV.
Patrick Pedersen framherji Vals hefur glímt við meiðsli og er óvíst hvenær hann verður klár í slaginn á nýjan leik.