Sverrir Ingi Ingason og Guðmundur Þórarinsson voru í eldlínunni með sínum liðum í grísku úrvalsdeildinni í dag.
Sverrir bar fyrirliðabandið hjá PAOK og spilaði allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Asteras Tripolis.
Liðið tapaði niður tveggja marka forystu í lok leiks, en Asteras Tripolis skoraði bæði mörk sín í uppbótartíma.
PAOK er í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig, sjö stigum á eftir Panathinaikos.
Guðmundur lék þá síðasta hálftímann í þægilegum 1-4 sigri OFI Crete á Lamia.
Kappinn lagði upp fjórða mark gestanna.
Crete er í tíunda sæti með 23 stig.