Það var líf og fjör í enska boltanum um helgina þegar níu leikir fóru fram en umferðin klárast í kvöld með leik Liverpool og Everton.
Manchester City vann fínan sigur á Aston Villa á heimavelli í gær en fyrr um daginn hafði Manchester United unnið sigur á Leeds.
Leicester pakkaði Tottenham saman en slæmt gengi Chelsea heldur áfram en liðið náði í stig gegn West Ham.
Brentford sótti stig á Emirates völlinn gegn toppliði Arsenal, óvænt úrslit þar sem VAR spilaði stórt hlutverk.
Lið helgarinnar í enska að mati BBC er hér að neðan.