fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Konurnar í Manchester United vilja ekki sjá Greenwood aftur á svæðinu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2023 10:30

Hariet Robson unnusta Greenwood birti myndir af sér þar sem hún var meðal annars öll í blóði. Eftir það var hann handtekinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennalið Manchester United er ekki hrifið af þeirri hugmynd að Mason Greenwood snúi aftur til félagsins. Athletic og fleiri miðlar segja frá.

Greenwood var ákærður fyrri nauðgun og ofbeldi gegn fyrrum unnustu sinni en málið var látið niður falla í síðustu viku.

Greenwood er samningsbundinn United til ársins 2025 en hann hefur verið í banni hjá félaginu frá því að málið kom upp í janúar á síðasta ári.

Félagið veltir því nú fyrir sér hvort Greenwood fái að snúa aftur, ákveði félagið að gera það ekki þarf félagið að rifta samningi hans og greiða honum laun til 2025. Þar sem Greenwood var ekki dæmdur getur félagið ekki rift samning hans nema gegn greiðslu.

United skoðar málið núna en konurnar í félaginu vilja ekki sjá Greenwood koma aftur eftir að myndir og hljóðbrot af meintu ofbeldi hans komust í fréttir.

„Í kvennaliðinu eru aðilar sem hafa verulegar áhyggjur af þessu,“ segir í frétt Athletic.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Undirbúa sig undir það að enski landsliðsmaðurinn fari – Tveir á blaði

Undirbúa sig undir það að enski landsliðsmaðurinn fari – Tveir á blaði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun Arsenal festa kaup á framherja Liverpool?

Mun Arsenal festa kaup á framherja Liverpool?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úlfur mjög óvænt rekinn frá Fjölni

Úlfur mjög óvænt rekinn frá Fjölni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einlægur Adam sér lífið í nýju ljósi eftir erfiða mánuði – „Þú ert bara hlutur fyrir þeim, ekki manneskja“

Einlægur Adam sér lífið í nýju ljósi eftir erfiða mánuði – „Þú ert bara hlutur fyrir þeim, ekki manneskja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern bannað að klæðast rauðu treyjunum sínum í Meistaradeildinni

Bayern bannað að klæðast rauðu treyjunum sínum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð