Það gengur hvorki né rekur hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana og Jurgen Klopp stjóri liðsins hefur þungar áhyggjur af stöðunni.
Liverpool hefur aðeins sótt eitt stig á nýju ári og sæti í Meistaradeildinni að ári er í hættu girði liðið sig ekki í brók.
Búist er við að Liverpool fari í miklar breytingar hjá sér í sumar og Jurgen Klopp stjóri Liverpool getur farið að stokka stokk sinn.
Enska blaðið Mirror segir að allt að tíu leikmenn gætu farið frá félaginu í sumar, stærstu nöfnin þar eru Fabinho og Roberto Firmino.
Naby Keita gæti einnig farið og varnarmaðurinn Joel Matip sem spilað hefur illa síðustu vikur gæti verið sparkað út um dyrnar.
Tíu sem gætu farið:
Caoimhin Kelleher
Adrian
Joel Matip
Nat Phillips
Fabinho
Naby Keita
Alex Oxlade-Chamberlain
James Milner
Roberto Firmino
Arthur Melo