Mikky Kiemeney, unnusta knattspyrnumannsins Frenkie de Jong, leyfði fólki að spyrja sig spurning á Instagram.
De Jong er leikmaður Barcelona á Spáni. Hollendingurinn var sterklega orðaður við Manchester United í sumar. Að lokum varð hins vegar ekkert af skiptunum.+
Kiemeney fékk spurningu um það á Instagram hvenær De Jong myndi koma til Manchester.
„Ég myndi halda að það verði 23. febrúar,“ svaraði hún.
Þarna vísar hún ekki í það að De Jong sé að ganga í raðir United í lok febrúar heldur að hann muni mæta liðinu þá í Evrópudeildinni.
Barcelona og United mætast í Evrópudeildinni í mánuðinum. Fyrri leikurinn fer fram 16. febrúar og sá seinni 23. febrúar.
Sigurvegarinn úr þessu tveggja leikja einvígi heldur í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.