Cristian Romero, leikmaður Tottenham, er enn ekki búinn að jafna sig eftir að Argentína vann HM í Katar.
Romero var hluti af argentínska landsliðinu sem vann mótið en í dag er hann mættur aftur til félagsliðsins og spilar vel.
Romero hefur þó ekki gleymt velgengninni og er duglegur að horfa á myndbönd af leikjum liðsins á HM.
,,Að mínu mati áttum við skilið að vinna HM, við vorum með frábæran hóp og höfum alltaf stefnt áfram saman,“ sagði Romero.
,,Í byrjun var þetta erfitt því ég var andlega mjög þreyttur. Við þurftum mikinn andlegan styrk á mótinu, meira en ég hef nokkurn tímann upplifað.“
,,Ég horfi á þetta á hverjum degi.“