Roy Keane, goðsögn Manchester United og góðvinur Cristiano Ronaldo, viðurkennir að það hafi verið gott fyrir félagið að losna við Portúgalann.
Keane hefur verið duglegur að koma Ronaldo til varnar eftir að hann gagnrýndi félagið harðlega í fyrra og var samningi hans svo rift.
Ronaldo er 37 ára gamall og var orðinn varamaður hjá Man Utd og spilar í dag í Sádí Arabíu.
Keane viðurkennir nú loksins að rétt ákvörðun hafi verið tekin og að það hjálpi enska stórliðinu að stórstjarnan sé farin.
,,Ég tel að brottför hans hafi hjálpað bæði þjálfaranum og félaginu,“ sagði Keane við Sky Sports.
,,Þessi staða með Ronaldo, hann var augljóslega ekki að fara að sitja á bekknum og vera ánægður. Þeir hafa tekið á þessu máli og nú hangir ekkert yfir félaginu.“