Pierre Emerick Aubameyang, leikmaður Chelsea, er viss um það að félagið sé að reyna að bola honum burt og það sem fyrst.
The Telegraph greinir frá en Aubameyang var ekki í leikmannahópi Chelsea gegn Fulham á föstudag.
Þessi 33 ára gamli sóknarmaður telur sig ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Chelsea og að það sé félaginu að kenna.
Aubameyang kom til Chelsea í fyrra frá Barcelona en hefur ekki heillað marga síðan hann krotaði undir.
Telegraph segir að Aubameyang viti ástæðuna og að Chelsea vilji losna við hann sem fyrst og þá í síðasta lagi í sumar.