Jorginho skrifaði í janúar undir samning við Arsenal og gekk í raðir félagsins frá Chelsea.
Jorginho kostaði Arsenal 12 milljónir punda en hann var ekki fyrsti maður á blað hjá félaginu sem vildi fá Moises Caicedo frá Brighton en það gekk ekki upp.
Ítalinn á kærustu að nafni Catherine Harding sem hefur vakið athygli í Bretlandi fyrir mismunandi hluti.
Catherine tók þátt í söngvakeppninni the Voice árið 2020 og stóð sig vel en mistókst að fara alla leið.
Ekki nóg með það á Catherine barn með stórstjörnunni Jude Law sem er gríðarlega frægur leikari og hefur leikið í mörgum kvikmyndum.
Þau eignuðust dóttur saman, Ada, árið 2015 og er Catherine vel þekkt í Bretlandi vegna þess.