Pierre-Emerick Aubameyang á enga framtíð fyrir sér hjá Chelsea eftir að hafa skrifað undir í sumar.
Aubameyang kom til Chelsea frá Barcelona og var treyst á hann til að skora mörk í fremstu víglínu.
Þessi 33 ára gamli leikmaður hefur skilað litlu sem engu og er að öllum líkindum á förum næsta sumar.
Aubameyang var ekki með gegn Fulham í gær og var þá ekki valinn í Meistaradeildarhóp Chelsea.
Bróðir Aubameyang birti mynd af framherjanum í gær og er hann staddur í Mílanó, á meðan Chelsea lék við Fulham.
Þessi færsla vekur mikla athygli og virðist staðfesta það að Aubameyang sé ekki að fara spila fleiri leiki undir Graham Potter.