fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
433Sport

Þorsteinn ræddi við Söru Björk eftir ákvörðunina – „Það var ekkert sem ég gat gert til að breyta því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 13:30

Sara Björk Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir greindi frá því að hún væri hætt að spila með íslenska landsliðinu nýlega. Þjálfari liðsins, Þorsteinn Halldórsson, var spurður út í ákvörðun hennar á blaðamannafundi í Laugardal í dag.

Þorsteinn hélt fundinn þar sem hann kynnti leikmannahópinn fyrir Pinatar Cup.

„Auðvitað er mikill missir af henni. Það vita allir hvað hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta, hversu mikill leiðtogi og sterkur karakter hún er, utan vallar líka,“ segir Þorsteinn á blaðamannafundinum.

Hann reyndi ekki að snúa ákvörðun Söru.

„Við áttum samtal. Fyrir mér snerist það ekkert um að snúa ákvörðun hennar við. Þetta er ákvörðun sem hún var búin að taka þegar við ræddum saman. Það var ekkert sem ég gat gert til að breyta því.“

Sara var fyrirliði íslenska landsliðsins áður en hún lagði landsliðsskóna á hilluna. Þorsteinn staðfesti á fundinum í dag að Glódís Perla Viggósdóttir myndi taka við því hlutverki nú.

Sara er á mála hjá Juventus á Ítalíu og einbeitir sér nú að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Manchester í kvöld

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Manchester í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sif Atladóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra

Sif Atladóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarnan sýknuð í dag – „Þið eruð fokking heimskir og hvítir“

Stjarnan sýknuð í dag – „Þið eruð fokking heimskir og hvítir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö tilboð bárust Liverpool og skiptin voru nánast í höfn

Tvö tilboð bárust Liverpool og skiptin voru nánast í höfn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuttu eftir skilnað birtir hin umdeilda myndband af sér í sleik – Rapparinn gerði svo eitthvað sem hún vildi ekki

Stuttu eftir skilnað birtir hin umdeilda myndband af sér í sleik – Rapparinn gerði svo eitthvað sem hún vildi ekki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf verið á lofti í mánuð – „Það gerðist ekkert alvarlegt“

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf verið á lofti í mánuð – „Það gerðist ekkert alvarlegt“
433Sport
Í gær

Harðneitar fyrir að hafa káfað á kynfærum andstæðings – Sjáðu hið meinta atvik

Harðneitar fyrir að hafa káfað á kynfærum andstæðings – Sjáðu hið meinta atvik
433Sport
Í gær

Þorri Mar riftir samningi sínum í Svíþjóð og gæti komið heim

Þorri Mar riftir samningi sínum í Svíþjóð og gæti komið heim