Frank Lampard sást í fyrsta sinn síðan hann var rekinn frá Everton.
Chelsea-goðsögnin var rekinn sem knattspyrnustjóri Everton eftir afar dapurt gengi undanfarið. Liðið er í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Þetta var þriðja stjórastarf Lampard sem hefur einnig verið við stjórnvölinn hjá Derby og Chelsea.
Hann fór út að borða með eiginkonu sinni, Christine, í Vestur-Lundúnum og náðu ljósmyndarar myndum af þeim.
Hjónin bjuggu í sitt hvoru lagi þegar Lampard var stjóri Everton. Christine bjó þá með börnum þeirra í Lundúnum.
Nú eru þau sameinuð á ný.
Hér að neðan má sjá myndirnar.