Manchester United hefur tryggt sér farmiða á þjóðarleikvang Englendinga, Wembley, og mun þar mæta Newcastle United í úrslitaleik enska deildarbikarsins.
Þetta varð ljóst eftir 2-0 sigur liðsins á Nottingham Forest í kvöld og samanlagðan 5-0 sigur í tveggja leikja einvígi liðanna.
Mörk Manchester United í kvöld skoruðu þeir Anthony Martial og Fred en bæði mörkin komu eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford.