Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United verður lengi frá eftir að hafa meiðst á ökkla í leik með liðinu gegn Reading um síðustu helgi.
Þetta staðfestir Manchester United í yfirlýsingu á heimasíðu sinni. Eriksen þurfti að fara af velli eftir tæklingu frá Andy Carroll sem var seinna í leiknum vikið af velli.
Í yfirlýsingu Manchester United segir að Eriksen verði frá þar til í seinnpart apríl eða byrjun maí.
Á vef Sky Sports er því velt upp hvort þessi tíðindi verði til þess að Manchester United reyni nú að fá inn miðjumann á lokametrum félagsskiptagluggans en ekkert benti til þess að félagið myndi sækja leikmann í dag.
Speedy recovery, @ChrisEriksen8 🙏#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) January 31, 2023