fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Nýjustu vendingar hjá Manchester United sé merki um örvæntingu – „Var ekki á radarnum áður“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 14:30

Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester Untied / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sparkspekingur Sky Sports segir tilraun Manchester United til þess að ganga frá félagsskiptum Marcel Sabitzer til félagsins frá Bayern Munchen, merki um örvæntingu í herbúðum Rauðu djöflanna.

Manchester United hefur hafið við­ræður við Þýska­land­smeistara Bayern Munchen um kaup á miðju­manninum Marcel Sabitzer. Frá þessu greinir Fabrizio Roma­no í færslu á Twitter. Roma­no segir leik­manninn, sem hefur verið vara­skeifa hjá Bayern, vilja fara frá fé­laginu.

For­ráða­menn Manchester Unti­ed eigi nú í við­ræðum við kollega sína hjá Bayern um fé­lags­skipti en fé­lagið hefur þurft að bregðast snögg­lega við eftir að það kom í ljós að Christian Erik­sen, miðju­maður liðsins yrði frá keppni þar til um mánaðar­mótin apríl/maí.

Merson hefur ekki mikla trú á því að þessi mögulegu félagsskipti muni gera mikið fyrir Manchester United.

„Hann (Sabitzer) kemst ekki í liðið hjá Bayern Munchen, Ég veit að þeir eru með tvo leikmenn steypta inn í þessa miðju hjá sér en ef hann væri nægilega góður þá væri hann að setja pressu á þá. Aftur er þetta panikk. Þeir höfðu engan áhuga á honum 1. janúar.“

Chelsea er einnig sagt hafa áhuga á kappanum en forráðamenn félagsins eru hins vegar önnum kafnir við að reyna landa Enzo Fernandez frá Benfica.

„Chelsea reynir að fá Enzo og Eriksen er núna meiddur hjá Manchester United. Þetta er örvænting. Þið eruð að kaupa annars flokks leikmann frá Bayern Munchen.

Þessi leikmaður var ekki á radarnum áður. Hann kemst ekki í liðið hjá Bayern, hann er hvergi nærri byrjunarliðinu. Þið verðið að spyrja ykkur hvort hann muni bæta ykkar lið. Ég er hið minnsta ekki viss.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úsbekinn mættur til meistaranna

Úsbekinn mættur til meistaranna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert í höfn varðandi Garnacho – Chelsea fylgist enn með gangi mála

Ekkert í höfn varðandi Garnacho – Chelsea fylgist enn með gangi mála
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ganga að verðmiða United – Kaupin gætu klárast í dag

Ganga að verðmiða United – Kaupin gætu klárast í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sölvi nýr þjálfari Víkings

Sölvi nýr þjálfari Víkings
Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes segir þetta valda sér miklum áhyggjum

Bruno Fernandes segir þetta valda sér miklum áhyggjum
Sport
Í gær

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“
433Sport
Í gær

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki