Jamie Carragher fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi sparkspekingur Sky Sports telur að meiðsli Christian Eriksen, miðjumanns Manchester United muni ekki koma í veg fyrir að félagið nái Meistaradeildarsæti á yfirstandandi tímabili.
Fyrr í dag var það staðfest með yfirlýsingu Manchester United að ökklameiðsli sem Eriksen hlaut í leik með félaginu gegn Reading um síðustu helgi myndu halda honum frá knattspyrnuvellinum þar til um mánaðamótin apríl/maí.
Erikseen er mikilvægur hlekkur á miðjunni hjá Manchester United sem situr þessa stundina í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þrátt fyrir fjarveru Eriksen telur Carragher hins vegar að Manchester United muni spjara sig og halda í Meistaradeildarsætið.
„Þetta er auðvitað mikið högg vegna þess að miðjan hefur skipt sköpum fyrir Manchester Untied á yfirstandandi tímabili með Casemiro, Eriksen og Bruno Fernandes í fararbroddi.“
Manchester United þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af miðsvæðinu en McTominay og Fred hafa verið hálfgerðar varaskeifur þar.
„Fred og Casemiro hafa spilað saman á miðsvæðinu hjá Brasilíska landsliðinu.“
Svona lítur Carragher á möguleika Manchester United í kjölfar nýjustu vendinga:
„Manchester United er ekki að fara vinna deildina og ég tel að þeir muni ekki enda fyrir utan topp fjóra. Þannig að þetta mun ekki hafa mikil áhrif á liðið hvað það varðar hvar það endar í lok tímabils.“