Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal íhuga þessa stundina hvort félagið muni leggja fram 75 milljóna punda tilboð auk bónusgreiðslna í Moises Caicedo, miðjumann Brighton.
Frá þessu greinir The Times en hingað til hefur tveimur tilboðum Arsenal verið hafnað, og það fljótt.
Leikmannahópur Arsenal er þunnskipaður á miðjunni og reyna forráðamenn félagsins nú að ná inn miðjumanni fyrir lok félagsskiptagluggans.
Leikmaðurinn vill fara frá félaginu en félagið sjálft er ekki reiðubúið að láta hann fara á miðju tímabili.
Auk Caicedo hefur Arsenal verið orðað við Jorginho, miðjumann Chelsea undanfarinn sólarhring.