fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Ítalía: Skammarleg frammistaða Juventus og AC Milan

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 16:01

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórlið Juventus og AC Milan voru í bullinu í Serie A í dag og töpuðu bæði sínum leikjum á heimavelli.

Tap Juventus kemur gríðarlega á óvart en liðið lá fyrir nýliðum Monza 2-0 og er Meistaradeildadraumur liðsins alveg úr sögunni.

Juventus var nýlega refsað fyrir að brjóta lög UEFA og missti 15 stig og situr í 13. sæti deildarinnar með 23 stig úr 20 leikjum.

Monza er að gera betri hluti en það þessa stundina og er með 25 stig í 11. sætinu.

Fyrr í dag fékk AC Milan lið Sassuolo í heimsókn og steinlá en Milan fékk á sig fimm mörk á heimavelli í skammarlegu tapi.

Juventus 0 – 2 Monza
0-1 Patrick Ciurria
0-2 Dany Mota

AC Milan 2 – 5 Sassuolo
0-1 Gregoire Defrel
0-2 Davide Frattesi
1-2 Olivier Giroud
1-3 Domenico Berardi
1-4 Armand Lauriente
1-5 Matheus Henrique
2-5 Divock Origi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögnuð vegferð Víkinga heldur áfram á morgun

Mögnuð vegferð Víkinga heldur áfram á morgun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hinn efnilegi Alexander skrifaði undir þriggja ára samning í Vesturbænum

Hinn efnilegi Alexander skrifaði undir þriggja ára samning í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“
433Sport
Í gær

Enska félagið hafði betur gegn Barcelona og Real Madrid

Enska félagið hafði betur gegn Barcelona og Real Madrid
433Sport
Í gær

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Manchester í kvöld

Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Manchester í kvöld