fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Bjarni Ben fullyrðir að margar fréttir muni berast af stóra málinu í Laugardal á næstunni

433
Laugardaginn 28. janúar 2023 10:30

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Gestur með honum var sjálfur Hjörvar Hafliðason, Dr. Football.

Málefni Laugardalsins bar á góma en eins og alþjóð veit eru íslenska landsliðin að spila í elstu þjóðarhöll Evrópu og á einhverjum elsta þjóðarleikvangi álfunnar. Margt hefur verið ritað og rætt og spurði Benedikt Bóas, þáttarstjórnandi, hvort það væri verið að fara taka upp hamar og nagla í bráð.

„Það sem ég hef verið að kalla eftir er að menn nái niðurstöðu um hlutverk hvers og eins. Það er alls ekki sjálfgefið að ríkið komi að því að reka svona mannvirki. Við erum ekki að því í dag.

Helst hefði ég viljað að ríkið kæmi með einhverja tiltekna krónutölu og framlag. Þetta er í vinnslu og ráðherra íþróttamála hefur verið að leiða þetta samtal við borgina. Við höfum metnað til að gera þetta vel en þau mega heldur ekkert klikka.

Spurningin er hversu mikið Reykjavíkurborg sjálf leggur áherslu á að taka þátt og vera með eðlilegan hlut í þessu því mér finnst það svolítið óljóst,“ sagði Bjarni.

Halli Reykjavíkurborgar er mikill og varla séð að borgin ráði við að vera hluti af svo stórri fjárfestingu. „Þetta er ekkert svo stórt verkefni að menn leysa það ekki. Það er mín skoðun. Þetta er verkefni sem þú ferð sjaldan í og horfir til áratuga. Menn eiga að gera þetta af metnaði þegar farið verður af stað.“

Hjörvar spurði hvort þessi mannvirki verði að vera í Laugardalnum. Hvort það væri hægt að fara með þetta annað og tók sem dæmi í Kópavog og benti á að eitt skemmtilegasta vallarstæði væri í Kaplakrika. „Eina sem ég vil ekki er kleinuhringjavöllur. Ég vil fjórar stúkur,“ sagði hann ákveðinn.

Bjarni sagði að það væri ekki greypt í stein að Íþróttamannvirki væru í Laugardal. „Þar er rými og það er saga og þetta er höfuðborgin og þetta er ákveðin miðstöð. Þarna eru sérsamböndin og það er eðlilegt að maður horfi til þess.

En mér finnst að þetta mál megi ekki dragast mikið lengur af því það næst ekki samkomulag við Reykjavíkurborg um eðlilega aðkomu. Það finnst mér ekki. Að minnsta kosti ætti að skoða hvort aðrar leiðir eru færar. Þetta er sá farvegur sem málið er í augnablikinu og það verður eflaust margt að frétta á næstu mánuðum.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Jackson er meira meiddur en talið var í fyrstu og verður lengi frá

Áfall fyrir Chelsea – Jackson er meira meiddur en talið var í fyrstu og verður lengi frá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fara fram á það að ungstirnið komi strax til London

Fara fram á það að ungstirnið komi strax til London
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn

Fjölnir staðfestir að Gunnar taki við af Úlfi sem var rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres

Svona geta þeir farið að því að vinna kapphlaupið við Manchester United um Gyökeres
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar
433Sport
Í gær

Spænskir miðlar fara mikinn – Segja þetta það versta undir stjórn Pep

Spænskir miðlar fara mikinn – Segja þetta það versta undir stjórn Pep
433Sport
Í gær

Benjamin Mendy búinn að finna sér nýja vinnuveitendur

Benjamin Mendy búinn að finna sér nýja vinnuveitendur
Hide picture