Brasilíumaðurinn Joelinton hefur fengið refsingu fyrir að keyra undir áhrifum áfengis þann 12. janúar.
Joelinton er stjarna Newcastle á Englandi og hefur spilað glimrandi vel með liðinu á tímabilinu.
Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur verið sviptur ökuréttindum sínum í 12 mánuði og þá sektaður um 29 þúsund pund.
Joelinton var handstekinn klukkan um eitt að nóttu til og var með allt of mikið áfengi í blóði sínu undir stýri.
Talið var um tíma að Newcastle myndi hvíla leikmanninn í refsingarskyni en svo varð ekki.