fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Telur að Ten Hag gæti breytt áætlunum sínum ef þetta gengur eftir

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 08:46

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Wout Weghorst er þegar farinn að tala um að vera lengur hjá Manchester United en út þetta tímabil.

Hollendingurinn er á láni frá B-deildarliði Burnley, en hann var á láni hjá Besiktas í Tyrklandi fyrir áramót.

„Nú er staðan eins og hún er, þetta er lán. Þetta er risastórt félag og ég mun leggja mig allan fram. Ef það gengur verður þetta góður valkostur,“ segir Weghorst.

Erik ten Hag mátti aðeins styrkja sig með ódýrum framherja eða manni á láni í janúar en í sumar er hann talinn vilja stærra nafn. Harry Kane hefur til að mynda verið nefndur til sögunnar.

Wout Weghorst í leik með Manchester United / GettyImages

Weghorst ætlar að fá Ten Hag til að efast um þær áætlanir.

„Ég hef séð á fyrstu dögum mínum hér hversu stórt félag þetta er. Aðstaðan, félagið og gæðin í liðinu, hvernig við spilum. Það eru mikil gæði í öllu og þú vilt vinna á svoleiðis stað.“ 

Weghorst skoraði sitt fyrsta mark fyrir United gegn Nottingham Forest í enska deildabikarnum í vikunni.

„Fyrsta vikan gekk vel og það er undir mér komið að koma með eitthvað að borðinu og vera eins góður og ég get.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vinicius opnar sig í kjölfar orðróma um fjaðrafok í kringum hann

Vinicius opnar sig í kjölfar orðróma um fjaðrafok í kringum hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikið álag á dómurum á Íslandi um helgina

Mikið álag á dómurum á Íslandi um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmenn United farnir að efast um að kerfið hjá Amorim virki

Leikmenn United farnir að efast um að kerfið hjá Amorim virki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hinn efnilegi Alexander skrifaði undir þriggja ára samning í Vesturbænum

Hinn efnilegi Alexander skrifaði undir þriggja ára samning í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birkir skrifaði undir í dag

Birkir skrifaði undir í dag
433Sport
Í gær

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“

Ein vinkonan tjáir sig eftir fréttir af hinu skelfilega slysi – „Hvíldu í friði“
433Sport
Í gær

Vinur Trent muni skipta sér af og hjálpa til við að koma honum frá Liverpool

Vinur Trent muni skipta sér af og hjálpa til við að koma honum frá Liverpool