Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut í kvöld. Gestur með honum var Hjörvar Hafliðason, doktor Football.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í síðustu viku og kastaði þremur pílum en gestir Íþróttavikunnar reyna að ná hæsta skori.
Guðni fékk 36 en Bjarni og Hjörvar fá að spreyta sig í kvöld en þátturinn er sýndur á Hringbraut klukkan 21. Öll píluumfjöllun í Íþróttavikunni er í boði Ping Pong.