fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Stjörnustríð hafið eftir umdeild ummæli Zlatans sem vöktu gríðarlega athygli

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 18:00

Samsett mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Agu­ero, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður Argentínu vísar um­mælum Svíans Zlatan I­bra­himo­vic, í garð argentínska lands­liðsins og hegðunar leik­manna þess eftir úr­slita­leik HM í fyrra, til föður­húsanna.

Sænska knatt­pyrnu­goð­sögnin Zlatan I­bra­himo­vic er allt annað en sáttur með hegðun leik­manna argentínska lands­liðsins, fyrir utan Lionel Messi, eftir að liðið tryggði sér heims­­meistara­­titilinn með sigri á Frökkum í Katar undir lok síðasta árs.

Í við­tali á dögunum spáði hann því að Argentínu­­menn muni ekki vinna neitt framar með nú­verandi leik­manna­hóp sinn.

„Messi er talinn vera besti leik­­maður sögunnar, ég var hand­viss um að hann myndi vinna heims­­meistara­­titil. Það sem mun gerast í kjöl­farið er að Kyli­an Mbappé (stór­­stjarna Frakka) mun vinna heims­­meistara­­titil, ég hef engar á­hyggjur af honum,“ sagði I­bra­himo­vic í sam­tali við France Inter. „Ég hef á­hyggjur af hinum í argentínska lands­liðinu vegna þess að þeir munu ekki vinna neitt framar. Messi hefur unnið allt, fólk mun minnast hans, en allir hinir sem hegðuðu sér illa, við getum ekki liðið þá.“

Þessi um­mæli Zlatans fóru öfugt ofan í Sergio Agu­ero, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­manns Argentínu sem sagði Svíann bara hafa átt að segja það hreint út að hann hefði viljað að Frakkar myndu vinna HM.

Það stingi í augun að Zlatan tjái sig um slæma hegðun knatt­spyrnu­manna.

,,Þú spilaðir, líkt og ég, á háu gæða­stigi. Við skulum hafa það í huga að þú hefur ekki verið barnanna bestur á þínum knatt­spyrnu­ferli.“

Agu­ero finnst það dóna­legt af Zlatan að halda því fram að Argentína muni ekki vinna stór­mót framar.

,,Áður en þú hefur á­hyggjur af okkar lands­liði myndi ég nú frekar hafa á­hyggjur af þínu lands­liði og leik­mönnum þess sem hafa ekki einu sinni tekið þátt á undan­förnum heims­meistara­mótum.“

Fagnaðar­læti argentínska lands­liðsins í kjöl­far sigursins á HM í Katar varð til þess að Al­­þjóða knatt­­spyrnu­­sam­bandið (FIFA ) hóf rann­­sókn á hegðun liðsins eftir sigurinn. Mark­vörðurinn Emili­ano Martinez var staðinn að því að hæðast sví­virði­­lega að Frökkum, sér í lagi Mbappé og þá þóttu fagnaðar­læti hans, eftir að hann fékk Gull­hanskann sem besti mark­vörður HM, hneykslun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu hrottaleg slagsmál eftir leik Liverpool og Everton – Þrír fengu rautt spjald

Sjáðu hrottaleg slagsmál eftir leik Liverpool og Everton – Þrír fengu rautt spjald
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir umdeildir dómar – Everton vildi bæði rautt spjald og víti gegn Liverpool

Tveir umdeildir dómar – Everton vildi bæði rautt spjald og víti gegn Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Snædís Ósk var í lífshættu vegna átröskunar – „Ég fékk að vita að þetta væri mögulega síðasta helgin mín á lífi“

Snædís Ósk var í lífshættu vegna átröskunar – „Ég fékk að vita að þetta væri mögulega síðasta helgin mín á lífi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fara fram á það að ungstirnið komi strax til London

Fara fram á það að ungstirnið komi strax til London
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Söguleg stund í Helsinki og hringt til Sádi-Arabíu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Söguleg stund í Helsinki og hringt til Sádi-Arabíu
433Sport
Í gær

Birkir segir engin leiðindi liggja á bak við ákvörðun Víkings að draga sig úr keppni – „Yfirvegað mat þeirra á þeim verkefnum sem þeir eru í“

Birkir segir engin leiðindi liggja á bak við ákvörðun Víkings að draga sig úr keppni – „Yfirvegað mat þeirra á þeim verkefnum sem þeir eru í“