Duncan Ferguson hefur tekið við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi. Er Skotinn tekinn við Forest Green Rovers í ensku C-deildinni.
Ferguson er goðsögn hjá Everton og hafði verið aðstoðarþjálfari þar á bæ um árabil, áður en hann yfirgaf félagið í sumar.
Tvisvar sinnum hefur Ferguson verið ráðinn bráðabirgðaþjálfari Everton eftir að stjórinn var rekinn en nú er hann endanlega kominn með aðalþjálfarastarf.
Forest Green situr á botni ensku C-deildarinnar.
We are delighted to announce the appointment of Duncan Ferguson as the club’s new Head Coach.#WeAreFGR💚
— Forest Green Rovers (@FGRFC_Official) January 26, 2023