fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Árni Snær gengur til liðs við Stjörnuna

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 14:53

Mynd: Stjarnan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá ÍA.

Hinn 31 árs gamli Árni hefur leikið allan sinn feril með ÍA en liðið féll úr Bestu deildinni síðasta sumar.

Hann heldur nú í Stjörnunnar, þar sem fyrir er markvörðurinn Haraldur Björnsson.

Yfirlýsing Stjörnunnar
VELKOMINN ÁRNI SNÆR ÓLAFSSON!

Stjarnan býður hjartanlega velkominn markvörðinn Árna Snæ Ólafsson sem hefur skrifað undir samning við félagið.

Árni Snær hefur leikið allan sinn feril fyrir ÍA þar sem hann hefur spilað 255 leiki fyrir sitt uppeldisfélag og staðið sig með mikilli prýði.

„Það er mjög spennandi að fá Árna til okkar. Hann er frábær karakter og mun gefa hópnum okkar mikið. Einnig hefur fótboltinn þróast í fullkomna átt fyrir Árna og ætlumst við til mikils af honum í sumar,“ segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari mfl. kk.

Við hlökkum til þess að fylgjast með Árna og vitum að stuðningsmenn eiga eftir að taka virkilega vel á móti honum!

Til hamingju Stjarnan & Árni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu hrottaleg slagsmál eftir leik Liverpool og Everton – Þrír fengu rautt spjald

Sjáðu hrottaleg slagsmál eftir leik Liverpool og Everton – Þrír fengu rautt spjald
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir umdeildir dómar – Everton vildi bæði rautt spjald og víti gegn Liverpool

Tveir umdeildir dómar – Everton vildi bæði rautt spjald og víti gegn Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Snædís Ósk var í lífshættu vegna átröskunar – „Ég fékk að vita að þetta væri mögulega síðasta helgin mín á lífi“

Snædís Ósk var í lífshættu vegna átröskunar – „Ég fékk að vita að þetta væri mögulega síðasta helgin mín á lífi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fara fram á það að ungstirnið komi strax til London

Fara fram á það að ungstirnið komi strax til London
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Söguleg stund í Helsinki og hringt til Sádi-Arabíu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Söguleg stund í Helsinki og hringt til Sádi-Arabíu
433Sport
Í gær

Birkir segir engin leiðindi liggja á bak við ákvörðun Víkings að draga sig úr keppni – „Yfirvegað mat þeirra á þeim verkefnum sem þeir eru í“

Birkir segir engin leiðindi liggja á bak við ákvörðun Víkings að draga sig úr keppni – „Yfirvegað mat þeirra á þeim verkefnum sem þeir eru í“