Youtube-stjarnan IShowSpeed hefur verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði. Vinsældir hans eru miklar.
Þessi átján ára gamli drengur blandar sér reglulega í umræðu um fótbolta og er þekktur fyrir að vera með öðruvísi skoðanir en margir aðrir.
Speed er svakalegur stuðningsmaður Cristiano Ronaldo en finnst hins vegar minna til Lionel Messi koma, líkt og sjá má á nýju myndbandi.
Þar segir Speed til að mynda að það eina sem Messi gæti væri að „rekja boltann“ og að hann væri „einfaldlega ekki góður leikmaður.“
Flestir eru steinhissa á þessu og einhverjir aðdáendur argentíska heimsmeistarans eru beinlínis reiðir.
Í þokkabót sagði Speed í myndbandinu að Alejandro Garnacho, ungstirni Manchester United, væri betri en Messi.
Myndbandið í heild, sem hefur hneykslað marga, má sjá hér að neðan.
'The only thing Messi can do is dribble' 🤔 pic.twitter.com/XkcAFVsCSD
— GOAL (@goal) January 23, 2023