Enski framherjinn Troy Deeney, núverandi leikmaður enska B-deildar liðsins Birmingham City segist árið 2020 hafa fengið símtal frá reiðum umboðsmanni Harry Maguire, varnarmanni Manchester United en sá var óánægður með ummæli sem Deeney lét falla í spjallþætti á talkSPORT um þáverandi ástand Manchester United.
Deeney, sem á þessum tíma var á mála hjá Watford, greindi frá málavendingunum hjá talkSPORT á dögunum en eftir að hægjast fór á ferlinum hjá Deeney hóf hann að taka að sér hlutverk sérfræðings í tengslum við knattspyrnu.
Árið 2020 hafði Manchester United átt í erfiðleikum undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og höfðu hann og miðjumaður liðsins Paul Pogba fengið á sig mikla gagnrýni. Á þeim tíma furðaði Deeney sig á því að aðrir leikmenn Manchester United virtust sleppa frá gagnrýni.
„Þegar að ég var hjá Watford fékk ég símtal frá umboðsmanni Maguire,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþættinum Fozcast, sem er í umsjón fyrrum markmannsins Ben Foster. „Ég hafði verið að tjá mig um Manchester United á talkSPORT og leiðtogana þar og hvernig leiðtogahlutverkið væri ekki aðeins bundið við Paul Pogba en hann hafði verið að fá á sig mestu gagnrýnina á þeim tíma.
Í þessari umræðu hafi Deeney bent á hlutverk Harry Maguire og David de Gea í leikmannahópi Manchester United.
„Af hverju þessir reynslumiklu leikmenn væru að sleppa við gagnrýni en ekki Pogba. Það var það eina sem ég sagði.“
Eftir ummælin hjá talkSPORT fór Deeney á æfingu með Watford og þá tók síminn hans að hringja nokkrum sinnum og alltaf var það sama númerið að reyna ná á hann.
„Ég hugsa að eitthvað slæmt gæti hafa átt sér stað og svara á endanum og á hinumegin á línunni var umboðsmaður Harry Maguire að segja mér að ég gæti ekki látið hafa svona ummæli eftir mér.“
Deeney ætti ekki að segja svona hluti því hann myndi aldrei segja þetta við Maguire sjálfan.
„Ég sagði honum að ég myndi segja þetta við Maguire sjálfan. Ég bað hann um að hinkra því ég var með númerið hans í símaskránni minni, svo hringdi ég í hann.“
Deeney til undrunar kom í ljós að Maguire hafði ekki hugmynd um að umboðsmaður sinn hefði hring í Deeney og lesið honum pistilinn.
Sögu Deeney má hlusta á og horfa á hér fyrir neðan: