Jude Bellingham mun hafna nýjum samningi við Borussia Dortmund og ýtir það enn frekar undir það að enski miðjumaðurinn sé á förum frá félaginu í sumar.
Leikmaðurinn ungi þykir einn sá allra mest spennandi í heimi um þessar mundir.
Bellingham hefur hvað helst verið orðaður við Liverpool og Real Madrid.
Nú segir Daily Star hins vegar að töluvert fleiri félög muni taka þátt í stríðinu um hann.
Þar eru Liverpool og Real Madrid vissulega nefnd en einnig Manchester City, Manchester United og Chelsea.
Ljóst er að baráttan um Bellingham verður hörð og að hann fari ekki ódyrt.
Talið er að hann muni kosta vel yfir 100 milljónir punda.