fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
433Sport

Það hvernig honum var sparkað vekur furðu – Höfðu fundað nokkrum klukkustundum áður um allt annað

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 18:13

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard var fyrr í dag rekinn úr starfi knatt­spyrnu­stjóra enska úr­vals­deildar­fé­lagsins E­ver­ton. Lampard fékk sparkið eftir lé­legt gengi E­ver­ton upp á síð­kastið en hann entist ekki ár í starfi.

Það var Daily Mail sem færði okkur fyrst fréttir af því að Lampard hefði verið sagt upp störfum og nú greinir miðillinn frá því að Lampard hafi fengið sparkið frá eig­anda fé­lagsins, Far­had Mos­hiri, sím­leiðis.

E­ver­ton tapaði í gær fyrir sam­keppnis­aðilum sínum í fall­bar­áttu ensku úr­vals­deildarinnar, West Ham United, með tveimur mörkum gegn engu. Eftir leik er Lampard sagður hafa fundað með Mos­hiri sem og Bill Kenwrig­ht og Kevin Thelwell, hátt settum full­trúum E­ver­ton.

Þeirra spjall snerist hins vegar ekki um mögu­leg starfs­lok Lampard heldur um kaup­stefnu E­ver­ton á yfir­standandi fé­lags­skipta­glugga. Að sögn Daily Mail hafði Lampard átt nokkra svo­leiðis fundi með Mos­hiri undan­farið.

Þrátt fyrir að þessi fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður Eng­lands hafi vitað það vel að staða sín hengi á blá­þræði virtist ekkert á fundi hans með Mos­hiri og fé­lögum benda til þess að honum yrði sagt strax upp störfum.

Eins og sakir standa núna þykir Sean Dyche, fyrrum knatt­spyrnu­stjóri Burnl­ey, lík­legastur til þess að taka við stjórnar­taumunum hjá E­ver­ton en þá hefur Marcelo Bielsa einnig verið nefndur til sögunnar í þessum efnum.

Þessir þykja líklegastir til að taka við Everton – Snýr goðsögn aftur í Guttagarð?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áfall á Anfield – Spilaði ellefu mínútur í endurkomu og gæti nú þurft aðgerð

Áfall á Anfield – Spilaði ellefu mínútur í endurkomu og gæti nú þurft aðgerð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi neitar að spila í kvöld því frostið verður rosalegt

Messi neitar að spila í kvöld því frostið verður rosalegt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tilboðum rigndi yfir Arnór sem valdi Malmö

Tilboðum rigndi yfir Arnór sem valdi Malmö
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gylfi Þór hafnar Blikum og fer í Víking

Gylfi Þór hafnar Blikum og fer í Víking
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áfall á æfingasvæði KA í gær – Nýr markvörur liðsins sleit hásin

Áfall á æfingasvæði KA í gær – Nýr markvörur liðsins sleit hásin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool sagt undirbúa það að Van Dijk fari og horfa til þessa manns

Liverpool sagt undirbúa það að Van Dijk fari og horfa til þessa manns
433Sport
Í gær

Gummi Ben var í sjö klukkutíma í sturtu – „Væri það ekki ólöglegt? Þetta er ekki eitthvað OnlyFans“

Gummi Ben var í sjö klukkutíma í sturtu – „Væri það ekki ólöglegt? Þetta er ekki eitthvað OnlyFans“
433Sport
Í gær

Botnlaus eyðsla United í samanburði við önnur lið síðustu ár – Svona hafa félögin farið með peningana sína

Botnlaus eyðsla United í samanburði við önnur lið síðustu ár – Svona hafa félögin farið með peningana sína