fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
433Sport

Keane tók nokkuð óvænta stefnu er hann var spurður út í Arteta – „Ert ekki í þessu starfi til þess að afla þér vinsældir“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 21:00

Samsett mynd / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United tók til varna fyrir Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal eftir leik liðsins gegn Manchester United í gær. Arteta hefur það orð á sér að vera ansi líflegur á hliðarlínunni í leikjum Arsenal, stundum helst til of líflegur að mati sumra og í gær fékk hann að líta gula spjaldið fyrir hegðun sína.

Í útsendingu Sky Sports í gær var Keane, þekktur harðhaus í leiknum, spurður út í hegðun Arteta og hvað honum fyndist um hana.

„Frá sjónarhóli Arsenal yrði ég sáttur með þetta vegna þess að hefur auðsjáanlega ástríðu fyrir því sem hann er að gera, þú ert ekki í þessu starfi til þess að afla þér vinsældir. Hann er þarna til þess að vinna knattspyrnuleiki fyrir Arsenal og það er nákvæmlega það sem hann er að gera. Hann fékk gult spjald, þarf að taka lyfin sín en á heildina litið sé ég ekkert athugavert við þetta.“

Gagrýni á stjóra sem að sýni smá ástríðu á hliðarlínunni megi ekki verða of mikil.

Hvað Arsenal varðar telur Roy Keane að það þurfi eitthvað mikið til þess að stöðva skriðið sem liðið er komið á.

„Þetta var pressuleikur fyrir þá á móti Manchester United og þeir tókust vel á við hann. Þeir eiga góðan möguleika á því að vinna deildina.“

Arsenal hafði betur gegn Manchester United í gær, 3-2 og situr nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnr með fimm stiga forskot og leik til góða á Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áfall á Anfield – Spilaði ellefu mínútur í endurkomu og gæti nú þurft aðgerð

Áfall á Anfield – Spilaði ellefu mínútur í endurkomu og gæti nú þurft aðgerð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi neitar að spila í kvöld því frostið verður rosalegt

Messi neitar að spila í kvöld því frostið verður rosalegt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tilboðum rigndi yfir Arnór sem valdi Malmö

Tilboðum rigndi yfir Arnór sem valdi Malmö
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gylfi Þór hafnar Blikum og fer í Víking

Gylfi Þór hafnar Blikum og fer í Víking
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áfall á æfingasvæði KA í gær – Nýr markvörur liðsins sleit hásin

Áfall á æfingasvæði KA í gær – Nýr markvörur liðsins sleit hásin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool sagt undirbúa það að Van Dijk fari og horfa til þessa manns

Liverpool sagt undirbúa það að Van Dijk fari og horfa til þessa manns
433Sport
Í gær

Gummi Ben var í sjö klukkutíma í sturtu – „Væri það ekki ólöglegt? Þetta er ekki eitthvað OnlyFans“

Gummi Ben var í sjö klukkutíma í sturtu – „Væri það ekki ólöglegt? Þetta er ekki eitthvað OnlyFans“
433Sport
Í gær

Botnlaus eyðsla United í samanburði við önnur lið síðustu ár – Svona hafa félögin farið með peningana sína

Botnlaus eyðsla United í samanburði við önnur lið síðustu ár – Svona hafa félögin farið með peningana sína