fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
433Sport

Þoldi ekki hversu mikið hann talaði um Liverpool – ,,Fór ekki vel í strákana“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 13:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Terry, goðsögn Chelsea, hefur útskýrt hvað fór fram á milli hans og Rafael Benitez tímabilið 2012-2013.

Terry var allt í einu orðinn varamaður undir Benitez sem entist ekki lengi í starfi en hann er þekktastur fyrir að hafa unnið Meistaradeildina með Liverpool árið 2005.

Terry og Benitez áttu enga samleið og var það að hluta til vegna þess að sá síðarnefndi gat ekki hætt að tala um tíma sinn hjá Liverpool og vildi gera nákvæmlega það sama í London.

,,Það er hægt að segja að hann hafi náð ágætis árangri, við unnum Evrópudeildina en fyrir mig þá vildi ég þróa minn leik og læra,“ sagði Terry.

,,Ég hafði séð hvernig hans taktík virkaði og svo framvegis. Þú þarft alltaf að gefa öllum sanngjarnan séns.“

,,Alveg frá fyrsta degi þá náðum við ekki saman persónulega. Á hverjum einasta fundi talaði hann um hvernig hann hafi gert þetta og hitt hjá Liverpool.“

,,Ég ræddi við hann nokkrum sinnum og sagði að hann þyrfti að hætta að tala um tímann hjá Liverpool – þú ert hjá Chelsea og það var ekki að fara vel í strákana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gylfi tók á sig launalækkun þegar hann fór í Víking

Gylfi tók á sig launalækkun þegar hann fór í Víking
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arne Slot verulega óhress með það hvernig Nunez brást við í gærkvöldi

Arne Slot verulega óhress með það hvernig Nunez brást við í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rúmar 140 milljónir á línunni fyrir Víkinga í kvöld

Rúmar 140 milljónir á línunni fyrir Víkinga í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn Chelsea telja öruggt að stóri bitinn komi á land í sumar

Forráðamenn Chelsea telja öruggt að stóri bitinn komi á land í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mbappe lék sér að City og skaut Real áfram – Brest í tómu tjóni í París

Mbappe lék sér að City og skaut Real áfram – Brest í tómu tjóni í París
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fjörugt á Villa Park þegar Liverpool missteig sig í átt að titlinum

Fjörugt á Villa Park þegar Liverpool missteig sig í átt að titlinum
433Sport
Í gær

Varane fer ekki fögrum orðum um Ten Hag – Fer yfir stjórnunarhætti hans sem voru umdeildir

Varane fer ekki fögrum orðum um Ten Hag – Fer yfir stjórnunarhætti hans sem voru umdeildir
433Sport
Í gær

Minna en helmingur hefur boðað komu sína á ársþingið

Minna en helmingur hefur boðað komu sína á ársþingið