fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
433Sport

Guðni bendir á það sem margir hræðast að rætist – „Það er hin blákalda staðreynd“

433
Sunnudaginn 22. janúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir gerast ekki mikið stærri gestirnir en sá sem fenginn var í Íþróttavikuna með Benna Bó í þetta skiptið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sat þá í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþrótta á Torgi.

Á dögunum var greint frá því að ný 15 milljarða þjóðarhöll væri í kortunum fyrir landslið Íslands í innanhúsíþróttum. Þjóðarhöll og þjóðarleikvangur voru til umræðu í þættinum.

„Hin blákalda staðreynd er sú að verði ekki komin ný íþróttahöll fyrir inniíþróttir innan 5-7 ára fylgir sögunni að lið Íslands í þessum íþróttum munu ekki geta háð sína heimaleiki á íslenskri grundu. Það er hin blákalda staðreynd,“ segir Guðni.

Hann bendir á að fjöldi íþróttafélaga hafi glæsileg hús og það sama ætti að vera hægt í Laugardal.

„Innan tíu kílómetra radíus við mitt heimili eru íþróttamannvirki sem kosta samtals yfir tug ef ekki tvo tugi milljarða, knatthallir, íþróttahús, glæsileg mannvirki.

Staðreyndir málsins eru að höllin sem við höfum er komin til ára sinna og fáum við ekki nýja höll munu lið okkar ekki geta leikið sína leiki á Íslandi.“

Guðni segir ríki og borg verða að ná saman.

„Við höfum átt efni að byggja hér íþróttamannvirki. Nú er það ríkis og Reykjavíkurborgar að ná að lokum saman um kostnaðarskiptingu. Það virðist vera þröskuldurinn sem er dálítið erfitt að komast yfir núna. Við hljótum að láta það traust á ráðamenn við það borð að niðurstaða náist.“

Hörður tekur til máls. „Þetta er löngu tímabært. Laugardalshöll í dag stenst engar kröfur og er nánast hættuleg. Þetta er bara slysagildra.

Þegar þetta er klárt þarf að fara að huga að Þjóðarvelli því hann hefur einnig verið að fá gulu spjöldin frá UEFA. Karlalandsliðið býr til dæmis við það að byrja undankeppni á tveimur útileikjum og enda á tveimur útileikjum. Sem gerir stöðuna flóknari þegar liðið er að reyna að komast inn á stórmót.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Glazer var á leið til fundar með Donald Trump þegar hann var spurður út í ástandið hjá United

Glazer var á leið til fundar með Donald Trump þegar hann var spurður út í ástandið hjá United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Síðasti brjóstabrandari ársins kom í beinni útsendingu í gær

Síðasti brjóstabrandari ársins kom í beinni útsendingu í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ fundaði með yfirvöldum – Stofna starfshóp um launþega og verktaka

KSÍ fundaði með yfirvöldum – Stofna starfshóp um launþega og verktaka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Milos gerir magnaða hluti í Dubai – Var stoltur þegar hann sá hvað var gert fyrir hann

Milos gerir magnaða hluti í Dubai – Var stoltur þegar hann sá hvað var gert fyrir hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Krísa á Old Trafford – Lítið til af peningum og skuldirnar komnar yfir milljarð punda

Krísa á Old Trafford – Lítið til af peningum og skuldirnar komnar yfir milljarð punda
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorgrímur beinir spjótum sínum að Túfa í máli Gylfa Þórs – „Er áhyggjuefni, burtséð hvað menn heita og hvar þeir hafa spilað“

Þorgrímur beinir spjótum sínum að Túfa í máli Gylfa Þórs – „Er áhyggjuefni, burtséð hvað menn heita og hvar þeir hafa spilað“
433Sport
Í gær

Gylfi og Arnar hafa rætt saman

Gylfi og Arnar hafa rætt saman
433Sport
Í gær

Chelsea gæti misst Cole Palmer í sumar – Opinbera klásúlu sem ekki var vitað um

Chelsea gæti misst Cole Palmer í sumar – Opinbera klásúlu sem ekki var vitað um
Hide picture