Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur fundað með umboðsmönnum stjörnunnar Marco Reus.
The Daily Mail fullyrðir þessar fregnir en Reus er samningslaus í sumar og er óljóst hvort hann framlengi.
Reus er talinn biðja um 200 þúsund pund á viku hjá Dortmund, eitthvað sem félagið á erfitt með að borga.
Reus er orðinn 33 ára gamall en hann má ræða við félög í þessum mánuði þar sem samningurinn er að renna út.
Reus hefur spilað með Dortmund í 11 ár en er þekktur meiðslapési og hefur margoft þurft að missa úr leikjum liðsins.