fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Hlutirnir ganga hratt fyrir sig og Trossard gæti orðið leikmaður Arsenal í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 11:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir að Leandro Trossard sé á leið frá Brighton til Arsenal. Það gæti gerst í dag.

Fréttir af þessu bárust í morgun. Arsenal missti af Mykhailo Mudryk til Chelsea á dögunum og er útlit fyrir að plan B sé Trossard hjá Brighton. Samningur hans rennur út í sumar og ætti hann því að vera fáanlegur á góðu verði.

Trossard hefur þegar samið um persónuleg kjör hjá Arsenal. Hann mun skrifa undir langtímasamning. Nú þurfa félögin því bara að ná saman um kaupverð.

Viðræður ganga mjög vel og gæti Trossard orðið leikmaður Arsenal í dag.

Trossard er 28 ára gamall. Belginn getur spilað úti á kanti og fyrir aftan framherja.

Á þessari leiktíð hefur Trossard skorað sjö mörk og lagt upp þrjú í sextán leikjum með Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola ósáttur með spurningu blaðamanns fyrir leik gegn Liverpool: ,,Ætla ekki að svara þessu“

Guardiola ósáttur með spurningu blaðamanns fyrir leik gegn Liverpool: ,,Ætla ekki að svara þessu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur aðili fór vel yfir strikið og kostaði frænda sinn verulega: Gerði grín að hæð og þyngd – ,,Varstu lagður í einelti í grunnskóla?“

Heimsfrægur aðili fór vel yfir strikið og kostaði frænda sinn verulega: Gerði grín að hæð og þyngd – ,,Varstu lagður í einelti í grunnskóla?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blikar prúðastir hjá báðum kynjum

Blikar prúðastir hjá báðum kynjum