Wout Weghorst, nýjasti leikmaður Manchester United, var steinhissa er hann frétti af áhuga félagsins í janúar.
Weghorst var ásamt kærustu sinni er hann fékk símtal frá umboðsmanni sínum og var tjáð að Man Utd vildi fá hann á láni frá Burnley.
Kærustu Weghorst brá mikið er hún sá svipbrigði Weghorst í símtalinu en áhuginn frá Man Utd kom í raun upp úr engu.
,,Umboðsmaðurinn hringdi í mig í fyrsta sinn og þá var ég með kærustu minni og hún var ansi hissa því ég setti upp ákveðinn svip, ‘vá,’ sagði Weghorst.
,,Þetta var mjög sérstakt augnablik og auðvitað var gaman að heyra af þessu. Fyrir mig, að spila fyrir stærsta félagið, er frábært.“
,,Ég hef alltaf sagt að sem fótboltamaður og manneskja og á þeim stað sem ég er á í dag, ég er tilbúinn fyrir þetta. Þetta er rétti tímapunkturinn til að takast við stóra ákvörðun.“