David Moyes, stjóri West Ham, hefur tjáð sig um tíma sinn sem stjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Moyes var um stutta stund stjóri Man Utd en hann var rekinn 2014 eftir að hafa tekið við af goðsögninni Sir Alex Ferguson.
Stuðningsmenn Man Utd voru ekki allir sammála á þessum tíma hvort það ætti að gefa Moyes meiri tíma eða reka hann undir eins.
Moyes segir að vinnubrögð Man Utd hafi ekki verið þau bestu er hann fékk sparkið og vildi fá frekari upplýsingar um af hverju hann var látinn fara.
,,Ég er á því máli að þú þurfir líka að geta sagt frá slæmu hlutunum. Þú ert stjórinn og ert að reka risastórt fyrirtæki eins og Manchester United,“ sagði Moyes.
,,Það þarf að framkvæma slæmu hlutina á réttan hátt líka en hvernig mér var tjáð stöðuna hjá Manchester United, það var ekki gert eins og vel og hægt var.“