Hinn umdeilda Wanda Nara, sem var eiginkona Mauro Icardi framherja Galatasaray og umboðsmaður hans vekur nú mikla athygli.
Wanda skellti sér í beina útsendingu á Instagram þegar geirvartan hennar lak út úr bolnum.
„Þið sjáið geirvörtuna mína,“ sagði Wanda og virtist hafa gaman af þessu óhappi.
Wanda og Mauro Icardi virðast vera skilin en Wanda vakti mikla athygli í gær með því að birta myndir af Maxi Lopez, fyrrum eiginmanni sínum. Þeirra samband endaði mjög illa á sínum tíma
Wanda yfirgaf þá Lopez og byrjaði með Icardi en Icardi og Maxi voru miklir vinir og léku saman á Ítalíu. Fór allt í bál og brand vegna þess og málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum.
Wanda og Icardi hafa verið sundur og saman síðasta ári og hefur Wanda verið dugleg að vekja athygli á því hvort allt sé í lagi eða sambandið sé aftur farið í vaskinn. Nú virðast Wanda og Icardi í sundur.