Gareth Bale var um tíma í gæðaflokki á borð við goðsagnirnar tvær, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Þetta segir Brad Friedel, fyrrum liðsfélagi Bale, en þeir voru saman hjá Tottenham á sínum tíma.
Bale hefur nú lagt skóna á hilluna aðeins 33 ára gamall en hann lék lengi með Real Madrid og hélt svo til Bandaríkjanna í stutta stund.
Friedel segir að það hafi ekki verið hægt að bera marga leikmenn við Bale er hann var upp á sitt besta.
,,Fyrir utan Ronaldo og Messi þá var enginn í heiminum betri en hann var hjá Tottenham og Real Madrid. Hann var stór, kröftugur, góður í loftinu og með frábæran vinstri fót,“ sagði Friedel.
,,Hann var með þetta allt og einn sá besti sem ég hef spilað með. Hann er mjög vinalegur náungi og það er ekkert til að gagnrýna við hann.“