Glazer fjölskyldan sem á Manchester United á von á því að fá nokkur tilboð í félagið á næstu dögum og vikum.
Glazer fjölskyldan hefur látið vita af því að þeir vilja selja félagið. Telegraph segir áhugan á félaginu mikinn.
Telegraph segir að aðilar frá Mið-Austurlöndum, Asíu og Bandaríkjunum vilji kaupa United og það vill Sir Jim Ratcliffe einnig gera.
Telegraph segir að Glazer fjölskyldan vilji meira en 5 milljarða punda fyrir United en búist er við að málin fari að skýrast um miðjan næsta mánuð.
Glazer fjölskyldan vill ekki setja fjármuni í leikmannakaup á meðan ferlið er í gangi en vonir standa til um að nýir eigendur taki við áður en tímabilið er á enda.