Mark Jóhanns Berg Guðmundssonar fyrir Burnley hefur verið tilnefnt sem flottasta mark desembermánaðar í ensku B-deildinni.
Markið skoraði íslenski landsliðsmaðurinn í 0-3 sigri Burnley á QPR og kom það beint úr aukaspyrnu.
Jóhann hefur skorað tvö mörk það sem af er tímabili í ensku B-deildinni.
Burnley er á toppi deildarinnar.
Hægt er að kjósa mark Jóhanns sem það besta í desembermánuði hér. Þarna má einnig sjá markið.
The Iceman on fire 🔥@Gudmundsson7's free-kick against QPR has been nominated for @SkyBetChamp's Goal of the Month! 👏
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 13, 2023