fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
433Sport

Fyrirliðinn Sara Björk leggur landsliðsskóna á hilluna – „Þetta hefur verið svakalegt ferðalag“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 10:20

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risafregnir hafa borist af íslenska kvennalandsliðinu því fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir hefur lagt skóna á hilluna.

Hún staðfestir þetta með tilkynningu á samfélagsmiðlum.

Sara hefur verið hluti af íslenska landsliðinu í sextán ár og algjör lykilmaður stóran hluta þeirra.

Alls á miðjumaðurinn að baki 145 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún hefur skorað 24 mörk í þeim.

Þá fór Sara með Íslandi í lokakeppni Evrópumóts fjórum sinnum: 2009, 2013, 2017 og í fyrra.

Sara er leikmaður Juventus á Ítalíu í dag.

„Eftir 16 ár með landsliðinu hef ég ákveðið að hætta. Þetta hefur verið algjör heiður en nú finnst mér tími til kominn að kveðja,“ segir Sara meðal annars í tilkynningu.

„Þetta hefur verið svakalegt ferðalag. Ég hef alltaf fyllst stolti þegar ég fer í bláu treyjuna.

Ég vil þakka KSÍ, öllum þjálfurum, starfsmönnum, leikmönnum og sjálfboðaliðum sem hafa verið með mér á þessu ferðalagi.“

Tilkynningin í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Liðsrúta Aftureldingar illa farin – ,,Hvað eru menn að fá úr því að fremja svona skemmdarverk?“

Sjáðu myndirnar: Liðsrúta Aftureldingar illa farin – ,,Hvað eru menn að fá úr því að fremja svona skemmdarverk?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford
433Sport
Í gær

England: Asensio tryggði Villa sigur gegn Chelsea

England: Asensio tryggði Villa sigur gegn Chelsea
433Sport
Í gær

Fann ástina á ný eftir hörmulega tíma: Skilnaður og gjaldþrot á sama ári – Birti nú mynd af nýju kærustunni

Fann ástina á ný eftir hörmulega tíma: Skilnaður og gjaldþrot á sama ári – Birti nú mynd af nýju kærustunni
433Sport
Í gær

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna