Aston Villa 2 – 1 Leeds
1-0 Leon Bailey(‘3)
2-0 Emiliano Buendia(’64)
2-1 Patrick Bamford(’83)
Það gæti verið farið að hitna undir Jesse Marsch, stjóra Leeds, eftir níunda tap liðsins á tímabilinu í kvöld.
Leeds hefur tapað helming leikja sinna í vetur og hefur þá aðeins unnið fjóra af 18.
Aston Villa var andstæðingur kvöldsins á Villa Park og voru það heimamenn sem höfðu betur, 2-1.
Leon Bailey og Emiliano Buendia sá um markaskorun Villa en Patrick Bamford lagaði stöðuna fyrir Leeds undir lokin.
Villa er með þrjá sigra í síðustu fimm leikjum sínum og hefur litið mjög vel út eftir komu Unai Emery.