Wout Weghorst hefur skrifað undir hjá Manchester United og kemur framherjinn á láni frá Burnley. Fabrizio Romano segir frá.
Hollenski framherjinn var á láni hjá Besiktas fyrri hluta tímabilsins en náði að losa sig þaðan til að komast til United.
United borgar Besiktas þrjár milljónir evra í skaðabætur, en Weghorst átti að vera í Tyrklandi út tímabilið.
United á þó ekki forkaupsrétt á leikmanninum frá Burnley næsta sumar og þyrfti því að bjóða í hann eins og hvern annan leikmann ef félagið vill hann.
Weghorst er hollenskur landsliðsmaður og var með liðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þar fór Holland í 8-liða úrslit.
Þessi þrítugi leikmaður hefur skorað 8 mörk í 16 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Líklega spilar Weghorst sinn fyrsta leik á morgun þegar United tekur á móti Manchester City.
Wout Weghorst has signed his contract as new Manchester United player just few minutes ago. Club statement to follow. 🚨🔴 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 13, 2023