Eric Garcia, fyrrum varnarmaður Manchester City, hefur hafnað tækifærinu á að ganga í raðir Arsenal í janúar.
Frá þessu grenir Mundo Deportivo á Spáni en Garcia er í dag leikmaður stórliðs Barcelona á Spáni.
Garcia er 22 ára gamall og gekk í raðir Barcelona árið 2021 og á að baki 35 deildarleiki fyrir félagið.
Það er uppeldisfélag Garcia og er hann ákveðinn í að berjast fyrir sínu sæti í varnarlínunni.
Garcia hefur aðeins tekið þátt í níu deildarleikjum hingað til og er ekki fyrsti maður á blað hjá Xavi, stjóra liðsins.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vann með Garcia hjá Man City á sínum tíma og hafði sýnt því áhuga á að fá hann til Manchester.