fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
433Sport

Kjartan Henry spenntur fyrir nýrri áskorun: „Þarf að bretta upp ermar og koma mér í form lífsins“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var ekki langur aðdragandi að þessu,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem í gær skrifaði undir eins árs samning við FH.

FH hefur staðfest komu Kjartans Henry til félagsins frá KR. Kjartan mun klæðast treyju númer 9 hjá FH.

„Ég tók þá ákvörðun eftir að samningi mínum hjá KR var sagt upp að draga mig aðeins í hlé, ég fór í frí með fjölskyldunni til útlanda yfir jólin. Ég leyfði rykinu aðeins að setjast og vildi hugsa hvert mitt næsta skref yrði. Þegar ég kom heim í byrjun janúar þá byrjaði manni að kitla að komast af stað. FH hafði samband og þetta fór að rúlla, ég er hrikalega ánægður með þessa lendingu.“

„Ég fór ekki í viðræður við nein önnur lið, um leið og ég vissi af þessu þá vildi ég ger allt til þess að láta þetta ganga.“

Hinn 36 ára gamli Kjartan yfirgaf KR eftir síðasta tímabil. Ósætti hans við félagið í sumar vakti mikla athygli.

Kjartan hefur skorað 49 mörk í 133 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur aldrei leikið fyrir annað lið á Íslandi en KR og félagaskiptin ættu því að verða áhugaverð.

„FH er auðvitað bara stórt félag sem hefur gert vel undanfarna áratugi,“ sagði Kjartan en FH barðist við falldrauginn á síðustu leiktíð.

Heimir Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari á nýjan leik og Sigurvin Ólafsson er honum til aðstoðar. „Þetta er spennandi hópur hjá FH. Ég hef spilað með sumum í landsliðinu og þekki aðra persónulega, svo eru þarna ungir og efnilegir strákar með mikinn hraða. Síðasta tímabil endurspeglar ekki getustig hópsins.“

„Heimir er svo bara sigurvegari og Sigurvin þekki ég vel. FH er flottur klúbbur með eina bestu aðstöðu landsins sem ég hlakka til að nýta mér.“

Kjartan er hungraðir í árangur eftir erfitt sumar hjá KR þar sem endalokin voru erfið. „Ég þarf ekki að sanna neitt, ég er heill heilsu og hef sloppið við meiðsli. Ég hef helling fram að færa og sérstaklega að miðla af minni reynslu. Ég hlakka til að skora mörk og ná árangri með FH.“

Kjartan hefur ekki gert það upp við sig hvort hann fagni næsta sumar ef hann skorar gegn FH. „Ég er ekki kominn þangað, ég er að kynnast nýjum liðsfélögum. Ég fór á fyrstu æfinguna í gær er að kynnast þessu góða fólki. Ég er bara að pæla í næstu æfingu sem er klukkan 16:00.“

„Það eru tæpir þrír mánuðir í mót, maður þarf að bretta upp ermar og koma sér í form lífsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Liðsrúta Aftureldingar illa farin – ,,Hvað eru menn að fá úr því að fremja svona skemmdarverk?“

Sjáðu myndirnar: Liðsrúta Aftureldingar illa farin – ,,Hvað eru menn að fá úr því að fremja svona skemmdarverk?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford
433Sport
Í gær

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“
433Sport
Í gær

Áfrýjunin hafði engin áhrif: Sagði dómaranum að ‘fokka sér’ – Missir af næstu leikjum

Áfrýjunin hafði engin áhrif: Sagði dómaranum að ‘fokka sér’ – Missir af næstu leikjum
433Sport
Í gær

England: Asensio tryggði Villa sigur gegn Chelsea

England: Asensio tryggði Villa sigur gegn Chelsea
433Sport
Í gær

Fann ástina á ný eftir hörmulega tíma: Skilnaður og gjaldþrot á sama ári – Birti nú mynd af nýju kærustunni

Fann ástina á ný eftir hörmulega tíma: Skilnaður og gjaldþrot á sama ári – Birti nú mynd af nýju kærustunni