Izabel Goulart, unnusta markvarðarins Kevin Trapp, birti athyglisvert myndband á Instagram á dögunum.
Þar er Goulart á hvolfi að gera æfingar. Aðdáendur hennar hafa verið duglegir að setja like við myndbandið. Goulart er alls með um 4,5 milljónir fylgjenda á Instagram.
Goulart og Trapp njóta nú lífsins í fríi á ströndinni. Kappinn er í fríi þar sem þýska deildin er ekki hafin eftir vetrarfrí. Hann er á mála hjá Frankfurt.
Goulart hefur í gegnum tíðina talað opinskátt um kynlíf parsins.
Hún hefur meðal annars sagt að ekki sé möguleiki á að fá kynlíf hjá Trapp ef illa gengur á vellinum.
„Kevin og ég stundum mjög mikið kynlíf, fjórum eða fimm sinnum í viku,“ sagði Goulart eitt sinn.
„Ef hann spilar mikilvægan leik og tapar, þá get ég haft mig alla til, lagað neglurnar og farið í kynþokkafull undirföt. Það breytir engu, þá er ekkert kynlíf í boði.“