Heung Min Son, leikmaður Tottenham, hefur ekki verið að horfa á leiki toppliði Arsenal á þessari leiktíð.
Son segir sjálfur frá þessu aðspurður að því hvort það sé erfitt að sjá Arsenal spila sinn besta leik en það er mikill rígur á milli liðanna.
Son fær tækifæri á að refsa Arsenal um helgina en liðin mætast þá á heimavelli Tottenham í ensku deildinni.
,,Ég hef engan áhuga á að horfa á þá ef ég á að vera hreinskilinn. Við töpuðum gegn þeim á útivelli svo við erum með mikla heimavinnu,“ sagði Son.
,,Ég held að stuðningsmennirnir hafi verið mjög vonsviknir er við töpuðum á Emirates, verkefnið er stórt á heimavelli.“
,,Hver einn og einasti leikmaður þarf að vera tilbúinn að gefa allt í sölurnar og þá erum við ó flottum málum.“