fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
433Sport

Allt klárt og Felix fer til Chelsea – Framlengir við Atletico

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 12:22

Joao Felix, sóknarmaður Atlético Madrid / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joao Felix er á barmi þess að ganga í raðir Chelsea.

Felix er á mála hjá Atletico Madrid en fer á láni til Lundúnaliðsins út yfirstandandi leiktíð. Félagaskiptin hafa legið í loftinu og virðast nú vera að ganga í gegn.

Kappinn mun á næstu klukkustundum fljúga til London, fara í læknisskoðun og skrifa undir lánssamning.

Fyrst skrifar Felix hins vegar undir framlengingu á samningi sínum við Atletico til 2027.

Chelsea borgar 11 milljónir evra í lánsfé fyrir Felix og greiðir öll hans laun þar til í vor.

Chelsea hefur verið í vandræðum á leiktíðinni og er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Felix hefur verið hjá Atletico síðan 2019 og er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta vonsvikinn og reiður

Arteta vonsvikinn og reiður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir
433Sport
Í gær

Áfrýjunin hafði engin áhrif: Sagði dómaranum að ‘fokka sér’ – Missir af næstu leikjum

Áfrýjunin hafði engin áhrif: Sagði dómaranum að ‘fokka sér’ – Missir af næstu leikjum
433Sport
Í gær

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur
433Sport
Í gær

Fann ástina á ný eftir hörmulega tíma: Skilnaður og gjaldþrot á sama ári – Birti nú mynd af nýju kærustunni

Fann ástina á ný eftir hörmulega tíma: Skilnaður og gjaldþrot á sama ári – Birti nú mynd af nýju kærustunni
433Sport
Í gær

Amorim hundfúll með frammistöðuna í fyrri hálfleik

Amorim hundfúll með frammistöðuna í fyrri hálfleik