fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
433Sport

Vilja losna við Alli strax en þetta flækir málið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besiktas vill senda Dele Alli aftur til Everton.

Enski miðjumaðurinn er á láni hjá Besiktas frá Everton en ekkert hefur gengið upp hjá honum hingað til.

Tyrkneska félagið vill því losna við hann í þessum mánuði.

Það gæti hins vegar reynst flókið. Engin klásúla er í lánssamningi Alli sem gerir Besiktas kleift að senda kappann til baka, nema þá að félagið taki það á sig að borga fullt verð fyrir hann.

Lánsféið sem Besiktas þarf að greiða Everton, sem fékk Alli frá Tottenham fyrir ári síðan, fyrir þessa leiktíð er ein milljón punda. Mun enska félagið rukka alla upphæðina þó Alli snúi aftur núna.

Alli var eitt sinn ein af vonarstjörnum Englands. Hann hefur hins vegar engan veginn staðið undir væntingum.

Nú er leikmaðurinn 26 ára gamall og virðist smátt og smátt fjara undan knattspyrnuferli hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho
433Sport
Í gær

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“
433Sport
Í gær

Áfrýjunin hafði engin áhrif: Sagði dómaranum að ‘fokka sér’ – Missir af næstu leikjum

Áfrýjunin hafði engin áhrif: Sagði dómaranum að ‘fokka sér’ – Missir af næstu leikjum